Frá árinu 2009 hefur Sérstakur saksóknari verið með til rannsóknar málefni tengd starfsemi Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands, Íslenska lífeyrissjóðsins og fleiri sjóða sem voru í rekstri Gamla Landsbanka Íslands hf (LBI hf.). Rannsóknin snéri að atburðum sem áttu sér stað árið 2008. Rannsókn sérstaks saksóknara er nú lokið og hefur málið verið fellt niður án ákæru og eftirmála.