Stofnun um fjámálalæsi ásamt efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins standa fyrir ráðstefnu um fjármálalæsi. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðmenningarhúsinu, 9. september 2011, kl. 9:15 -14:30. Ráðstefnunni er ætlað að stuðla að átaki um að bæta fjármálavitund í samfélaginu og finna leiðir sem best eru til þess fallnar að efla fjármálalæsi á Íslandi. Á meðal fyrirlesara er Adele Atkinson, einn helsti sérfræðingur heims um fjármálalæsi, en hún vinnur við rannsóknir og stefnumótun á fjármálalæsi hjá OECD. Hún er menntuð í hagfræði og endurskoðun og hefur doktorsgráðu í fjármálalæsi frá Háskólanum í Bristol. Markhópur ráðstefnunnar eru allir þeir sem hafa hag af bættu fjármálalæsi almennings, svo sem stjórnvöld, samtök atvinnulífs, launþega, neytenda og fjármálakerfis. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis en skráning fer fram á netfangið skraningar@ru.is.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis en skráning fer fram á netfangið skraningar@ru.is
Vefur ráðstefnunnar: Smellið hér