Ráðstefna á vegum Hugarafls.

Dagana 24.og 25. ágúst n.k. stendur Hugarafl fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu um bata og valdeflingu. Aðalfyrirlesari er Judi Chamberlin, sem er vel þekkt og mjög virt í málefnum notenda heilbrigðis-kerfisins. Hún er sjálf notandi, og hefur barist fyrir réttindum notenda geðheilbrigðiskerfisins í áratugi. M.a. skrifaði hún bókina “On our Own” auk þess að hafa skrifað fjölda greina og bæklinga um geðheilbrigði, sjálfshjálp, bataferli og réttindi notenda. Hún er ráðgjafi við endurhæfingarmiðstöð geðsjúkra við Háskólann í Boston.

Hugarafl er hópur einstaklinga í bata sem hafa, eða hafa haft geðræn vandamál, og iðjuþjálfa sem hafa áratuga reynslu á sviði geðheilbrigðismála. Hópurinn vill deila reynslu sinni með öðrum sem láta sig málefnið varða og varpa ljósi á batahvetjandi leiðir. Unnið er að verðmætasköpun, auknum hlutverkum og áhrifum notenda á stefnumótun. Þessi ráðstefna er einungis eitt af verkefnum hópsins í leið að þessum markmiðum. Ráðstefnan er opin öllum.


Sjá hér nánar um dagskrá ráðstefunnar.