Tímaritið World Finance tilnefnir árlega til verðlaunanna Pension Funds Awards. Í ár tilnefnir tímartið fjóra íslenska lífeyrissjóði til verðlauna. Skv. mati World Finance er Almenni lífeyrissjóðurinn besti lífeyrissjóður landsins. Lífeyrissjóðurinn Almenni var einn tuttugu og fjögurra um allan heim sem hljóta verðlaunin. Í umfjöllun tímaritsins um lífeyrissjóðinn segir að með hækkandi meðalaldri og auknum sveiflum á mörkuðum undanfarin ár hafi landslag lífeyrissjóða breyst. Áhættudreifing skipti nú meira máli en nokkru sinni fyrr, eins og fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins í dag.
Verðlaunin eru veitt þeim lífeyrissjóði á hverju svæði sem veitir bestu þjónustuna og nýtir best þau tækifæri sem fyrir hendi eru.
World Finance er alþjóðlegt tímarit um fjármál sem kemur út annan hvorn mánuð. Blaðið er með höfuðstöðvar í London en árlega veitir tímaritið verðlaun þeim fyrirtækjum sem þykja skara framúr á ýmsum sviðum fjármálaþjónustu
Landssamtök lífeyrissjóða færa Almenna lífeyrissjóðnum hamingjuóskir.