Nýtt réttindakerfi hjá Lífeyrissjóði Norðurlands.

Á ársfundi Lífeyrissjóðs Norðurlands, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á Akureyri þann 11. maí s.l. var samþykkti að breyta réttindakerfi sjóðsins úr jafnri ávinnslu í aldurstengda ávinnslu svokallaða Uppbótarleið.

Í máli framkvæmdastjóra og stjórnarmanna kom fram að í kjölfar ákvörðunar um að lífeyrissjóðir skyldu taka upp aldurstengt réttindakerfi, hafi stjórn sjóðsins ákveðið að leitað skyldi leiða til að búa til aldurstengt kerfi sem væri einfalt, jafnræðis yrði gætt og ávinnsla réttinda yrði almenn en ekki einstaklingsbundin.

Helsta vandamál slíkra breytinga væri að gæta réttinda þeirra sem greitt hafa í nokkurn tíma í kerfi jafnrar ávinnslu og hafa fengið lægri réttindi en nemur verðmæti iðgjalda þeirra. Til að koma í veg fyrir þetta er þeim greidd sérstök uppbót sem jafnar út mismun á jafnri og aldurstengdri ávinnslu.

Breytingarnar taka gildi frá og með 1. janúar 2007.