Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hefur ráðið Halldór Kristinsson sem nýjan framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins í stað Tryggva Guðbrandssonar sem hefur óskað eftir því að láta af störfum. Halldór mun taka við starfi framkvæmdastjóra þann 1. desember næstkomandi. Halldór hefur áralanga reynslu af störfum á sviði fjármála, sér í lagi eignastýringu og rekstri lífeyrissjóða. Hann hefur síðustu þrjú árin starfað sem framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Tannlækna, Kjalar lífeyrissjóðs og Eftirlaunasjóðs FIA. Halldór er sjávarútvegsfræðingur (BSc) frá HA, með próf í alþjóðaviðskiptum frá North Park University, Chicago og próf í verðbréfamiðlun. Um leið og stjórn sjóðsins býður Halldór velkominn til starfa þakkar hún Tryggva fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.