Notkun gjaldmiðlavarna er algeng meðal  lífeyrissjóða í Evrópu.

Íslenskir lífeyrissjóðir hafa verið gagnrýndir yfir að beita gjaldeyrisstýringu fyrir efnahagshrunið, m.a. í rann­sóknarskýrslu Alþingis. Tilgangur gjaldeyrisstýringar er að draga úr sveiflum vegna flökts á gengi gjaldmiðla með gjald­miðlavörnum og koma í veg fyrir að erlendar eignir lækki í heimamynt ef myntin styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gjaldmiðlavarnir eru ekkert séríslenskt fyrirbrigði. Tímaritið Institutional Investor gerði könnun meðal 260 lífeyrissjóða í Evrópu sem eru meðlimir í þekkingarklúbbi tímaritsins. Tímaritið gerir könnun meðal sjóð­anna einu sinni í mánuði og spyr ýmissa spurninga um eigna- og áhættustýringu. Spurning mánaðarins í febrúar 2011 var hvort sjóðirnir beiti gjaldmiðlavörnum til að draga úr gjaldeyrisáhættu.

Íslenskir lífeyrissjóðir hafa verið gagnrýndir yfir að beita gjaldeyrisstýringu fyrir efnahagshrunið, m.a. í rann­sóknarskýrslu Alþingis. Tilgangur gjaldeyrisstýringar er að draga úr sveiflum vegna flökts á gengi gjaldmiðla með gjald­miðlavörnum og koma í veg fyrir að erlendar eignir lækki í heimamynt ef myntin styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gjaldmiðlavarnir eru ekkert séríslenskt fyrirbrigði. Tímaritið Institutional Investor gerði könnun meðal 260 lífeyrissjóða í Evrópu sem eru meðlimir í þekkingarklúbbi tímaritsins. Tímaritið gerir könnun meðal sjóð­anna einu sinni í mánuði og spyr ýmissa spurninga um eigna- og áhættustýringu. Spurning mánaðarins í febrúar 2011 var hvort sjóðirnir beiti gjaldmiðlavörnum til að draga úr gjaldeyrisáhættu. Niðurstaða könnunar­innar var mjög afgerandi en 80% þeirra sem svöruðu spurningunni sögðust verja erlendar eignir að hluta til eða öllu leyti. Rúmlega þriðjungur eða 34% sjóðanna sögðust verja erlendar eignir að fullu en 46% sögðust verja 50% eða helming erlendra eigna. 

Notkun gjaldmiðlavarna er algeng meðal evrópskra lífeyrissjóða


Í skoðanakönnun meðal 260 evrópskra lífeyrissjóða sögðust 80% sjóðanna nota gjaldmiðla­varnir til að draga úr gjaldeyris­áhættu. 

Heimild: Institutional Investor Institute. 

Ef lífeyrissjóðir annarra evrópuríkja sjá ástæðu til að verjast gjaldeyrisáhættu verður að teljast mjög eðlilegt að íslenskir lífeyrissjóðir hafi hugsað svipað. Einnig verður að hafa í huga að á liðnum árum og áratugum hafa fáar myntir sveiflast jafnmikið gagn­vart  öðrum myntum en íslenska krónan. Að því leyti höfðu íslenskir lífeyrissjóðir sérstaka ástæðu til að nota gjaldeyrisvarnir til að draga úr sveiflum.