Peningaþvætti og lífeyrissjóðir
Námskeið ætlað starfsfólki lífeyrissjóða, haldið í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða.
Tími: Fimmtudagur 6. mars kl. 16-19
Kennari: Logi Kjartansson cand. juris, sérfræðingur í lögreglurétti og fyrrv. lögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra
Þátttökugjald: kr. 27.000.-
Skráningarfrestur: Til og með 28. febrúar 2014
Staðsetning: Oddi, stofu 201
Námskeiðslýsing
Fjallað verður stutt um réttarlegt og raunverulegt umhverfi peningaþvættis sem og helstu vísbendingar um slíka háttsemi í ljósi starfsskilyrða starfsfólks lífeyrissjóða. Farið verður yfir hagnýt atriði er varða það hvaða skyldur hvíla á lífeyrissjóðunum samkvæmt lögum og leiðbeinandi reglum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, þ.e. hvað eiga sjóðirnir að framkvæma og hvernig.
Fulltrúi Fjármálaeftirlitsins verður á námskeiðinu til að svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum.
Meðal annars verður fjallað um:
- Áreiðanleikakannanir viðskiptamanna og þýðingu þeirra
- Upplýsingaöflun og eftirlit
- Helstu vísbendingar um peningaþvætti í ljósi starfsemi lífeyrissjóða
- Hverjir eru líklegir til þess að þvætta með því að nota annars lögmætar leiðir lífeyrissjóða
- Raunhæf dæmi tekin til umfjöllunar
- Rannsóknarskyldu og tilkynningarskyldu til lögreglu þegar það á við auk eðli samstarfs í því sambandi
- Innra eftirlit lífeyrissjóðanna:
- Hlutverk og skyldur ábyrgðarmanns
- Árleg skýrsla ábyrgðarmanns
- Þjálfun starfsmanna
Einnig verður farið yfir:
- Peningaþvætti sem afbrot, hvata þess og einkenni með tilliti til starfsskilyrða lífeyrissjóða
- Hlutverk, heimildir og ábyrgð lífeyrissjóða sem tilkynningarskyldra aðila vegna peningaþvættis
- Innleiðing og efni reglna sem háð eru staðfestingu stjórnvalda