Nafnávöxtun breska lífeyrissjóða jákvæð um 15,8%.

Fyrirtækið Russell/Mellon CAPS hefur áætlað að meðalávöxtun breska lífeyrissjóða á árinu 2003 hafi numið 15,8% sem er besta ávöxtunin síðan 1999. Haft er eftir talsmanni fyrirtækisins að “þetta sér besta ávöxtun lífeyrissjóða síðan árið 1999 eftir þrjú samfelld ár með neikvæða ávöxtun.”  

Í síðasta mánuði áætlaði fyrirtækið HSBC Actuaries and Consultants að  ávöxtun breskra lífeyrissjóða yrði jákvæð um  15% fyrstu 11 mánuði ársins 2003.

 

Fram kemur hjá Russell/Mellon CAPS að meðalávöxtun síðustu þriggja ári hefði verið neikvæð um 2,8%. Ef skoðað er meðalávöxtun síðustu fimm ára væri um að ræða 1,8% jákvæða ávöxtun, sem væri þó minni en hækkun vísitölu neytsluverðs fyrir sama tímabil.

 

Að sögn fyrirtækisins væri meðalávöxtun breska lífeyrissjóða síðustu 10 árin jákvæð um 6,3% á ári.   Hin góða ávöxtun væri að þakka hækkunum á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði.

 

“Eftir frekar slaka byrjun á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs hafi markaðurinn tekið heldur betur vel við sér og með hliðsjón af mjög slökum fjárfestingarárangri síðustu þrjú árin, þá er þessi árangur góðar fréttir fyrir lífeyrissjóðina.” er haft eftir Daníel Hall, útgáfustjóra hjá Russell/Mellon CAPS.

 

 


IPE – News.