Mjög góð ávöxtun 2006 hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Ávöxtunarleiðir Almenna lífeyrissjóðsins skiluðu allar mjög góðri ávöxtun árið 2006. Þessi góða ávöxtun skýrist af hækkun á innlendum og erlendum hlutabréfum. Heimsvísitala erlendra hlutabréfa hækkaði um 20,1% í dollurum en um 36,6% í íslenskum krónum þar sem íslenska krónan veiktist um 13,8% gagnvart dollar. Vísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 15,2% á síðasta ári.

Ávöxtun skuldabréfa sjóðsins var hins vegar lág þar sem sjóðurinn metur skuldabréfin á markaðsverði. Viðmiðunarvísitala skuldabréfa Ævisafna I og II hækkaði um 7,5% á árinu sem er einungis um 0,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. 
 

Ávöxtunarleið

Nafn-ávöxtun %

Raun-ávöxtun %

Eignir, ma.kr.

Fjárfestingarstefna

Ævisafn I

21,8

13,8

16,6

80% hlutabréf, 20% skuldabréf

Ævisafn II

20,3

12,5

42,0

50% hlutabréf, 50% skuldabréf

Ævisafn III

13,8

6,4

9,6

20% hlutabréf, 80% skuldabréf

Ævisafn IV

12,0

4,7

1,4

100% skuldabréf

Tryggingadeild

21,2

13,4

7,5

50% hlutabréf, 50% skuldabréf

Lífeyrisdeild

9,9

2,7

5,7

100% skuldabréf

 Lífeyrisdeild greiðir ævilangan ellilífeyri til sjóðfélaga og ávaxtar eignir sínar í skuldabréfum. Raunávöxtun safnsins var 2,7% ef skuldabréfin eru metin miðað við markaðsvexti. Ef skuldabréfin eru metin á kaupkröfu eins og flestir aðrir lífeyrissjóðir gera var raunávöxtun safnsins 5,7% (nafnávöxtun 13%).

Í árslok 2006 námu heildareignir Almenna lífeyrissjóðsins 82,7 milljörðum króna og stækkaði sjóðurinn því um 18,7 milljarða eða um 29% á árinu. Sjóðfélagar í árslok voru 29.446 og fjölgaði þeim um 4.389.

 

 

 

 

 

 

Meginmál]