Miklar breytingar á eignasöfnum lífeyrissjóða.

Athyglisvert að skoða samsetningu eigna lifeyrissjóðanna á árinu 1990 borið saman við síðasta ár. Árið 1990 námu sjóðfélagalán 22% af heildareignum sjóðanna, en í lok árs 2003 voru sjóðfélagalán rúmlega 11% af eignum. Þá er ekki síður athyglisvert að hlutabréfaeign sjóðanna fór úr 1% í 28% á rúmum einum áratug.

 

Þessa þróun má sjá mjög vel á eftirfarandi kökuriti:


 

Á þessu má sjá hve miklar breytingar hafa orðið á verðbréfamörkuðum á síðustu árum, meðal annars með tilkomu Kauphallarinnar og miklum fjárfestingum erlendis, en þessar leiðir voru lokaðar íslensku lífeyrissjóðunum um árabil.