Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna fer líklega yfir 10% á þessu ári.

Allar líkur benda í þá átt að meðalávöxtun lífeyrissjóðanna fari yfir 10% á árinu 2003 og slagi hátt í metárið 1999 þegar meðalávöxtunin var um 12%. Helsta skýringin liggur í góðu gengi á fjármálamörkuðum. Einkum hafa innlend hlutabréf hækkað mikið á árinu og t.d.  hefur úrvalsvísitalan hækkað um 56% frá ársbyrjun. 

Meðalávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið þessi undanfarandi fimm ár:

 

Ø       1999                     12,0  %

Ø        2000                     - 0,7  %

Ø        2001                     -1.9   %

Ø        2002                     -3,0   %

Ø        2003 (áætlað)    10,0   % +

 

 

Frá síðustu áramótum hefur úrvalsvísitalan hækkað um tæp  56% en vísitala aðallista um 44%. Þar af hefur hækkun í lyfjageiranum verið um 172% og hækkun á vísitölu fjármálafyrirtækja um 54%.

 

Gengi á erlendum hlutabréfamörkuðum hefur líka verið gott á árinu.Þannig hefur Morgan Stanley heimsvísitalan hækkað um tæp 30 %, DowJones um rúm 25 % og Nasdaq um tæp 50%.  Á mót kemur að krónan hefur styrkst verlega miðað við bandaríkjadollar eða um tæp 12% frá áramótum. Dollarinn (miðgengi) er nú  71,65 krónur en var  81,22 krónur um síðustu áramót.Lækkunin er  9,57 krónur eða 11,8%.

 

Í nýlegri samantekt tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands kemur fram að nettókaup erlendra verðbréfa voru samtals 6.426 m.kr. í nóvember s.l. samanborið við nettókaup fyrir um 1.852 m. kr. í sama mánuði árið 2002. Nettókaupin í nóvember voru þau mestu síðan í september árið 2000 en þá voru kaupin örlítið hærri eða um 6.482 m.kr.

 

Í lok október s.l. námu heildareignir lífeyrissjóðanna um 784.472 m.kr., sem er aukning um 105.542 m.kr. frá síðustu áramótum eða um 10 milljarða króna hvern mánuð ársins. Aukningin var hins vegar umtalsverð í október s.l. eða 19.516 m.kr. Eignir lífeyrissjóðanna munu því fara yfir 800 milljarða króna í lok þessa árs.  Erlendar eignir lífeyrissjóðanna námu 145.595 m.kr. í lok október s.l., sem er  um 18,6% af heildareignunum.  Þetta hlutfall erlendra eigna miðað við heildareignir sjóðana var um 15,2% í árslok 2002 og um 20,9% í lok árs 2001.