Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga hafa lækkað fasta vexti LSR lána í 4,15%, frá og með mánudeginum 29. nóvember. Eftir sem áður er ekki gerð krafa um fyrsta veðrétt, ekki er krafist uppgreiðslugjalds þó lán sé greitt upp að hluta eða öllu leyti fyrir umsamda gjalddaga og vaxtakjör lánanna eru ótengd öðrum viðskiptum. Alls eiga nú um sjötíu þúsund sjóðfélag LSR og LH rétt á LSR lánum. Vextir LSR lána með breytilegum vöxtum breytast ekki nú en munu verða endurskoðaðir fyrir næsta reglulega vaxtabreytingardag sem er 1. janúar n.k.