Stjórnir Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Lífiðnar hafa gert með sér samkomulag um að kannaður verði möguleiki á sameiningu sjóðanna tveggja. Tilgangur hugsanlegrar sameiningar væri að auka hagkvæmni í rekstri og bæta þjónustu við sjóðfélaga og launagreiðendur, ásamt því að efla eignastýringu og viðhalda sterkri tryggingastöðu. Ætla má að heildareignir sameinaðs sjóðs nemi 50-55 milljörðum króna. Upplýsingar varðandi framgang viðræðna verða veittar eftir því sem málinu vindur fram.
Stjórnir Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðsins Lífiðnar hafa gert með sér samkomulag um að kannaður verði möguleiki á sameiningu sjóðanna tveggja. Tilgangur hugsanlegrar sameiningar væri að auka hagkvæmni í rekstri og bæta þjónustu við sjóðfélaga og launagreiðendur, ásamt því að efla eignastýringu og viðhalda sterkri tryggingastöðu. Ætla má að heildareignir sameinaðs sjóðs nemi 50-55 milljörðum króna. Upplýsingar varðandi framgang viðræðna verða veittar eftir því sem málinu vindur fram.