Lífeyrissjóður Vestfrðina tilkynnir gott 6 mánaða uppgjör og lækkun vexti sjóðfélagalána.

Stjórn Lífeyrissjóðs Vestfirðinga hefur samþykkt að lækka vexti á almennum verðtryggðum sjóðfélagalánum í 4,9% frá 1. október 2004. Lækkunin tekur bæði til nýrra og eldri lána.

Þar að auki býður Lífeyrissjóður Vestfirðinga frá 1. október 4,25% vexti á verðtryggðum lánum til sjóðfélaga ef um er að ræða 1. veðrétt í fasteign og samning um séreignarsparnað hjá sjóðnum.

 

Veðhlutfall er 65.0% af fasteignamati eignar, lántökugjald er 1.0%, lánstími er allt að 30 ár, lánin eru verðtryggð með vísitölu neysluverðs og heimilt er að greiða lánin upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds. Ekki er tekið veð í fasteignum með lægra fasteignamat er 3.000.000.-

 

Raunávöxtun samtryggingardeildar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 var 17,3% á ársgrundvelli.

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris hækkaði um 1.670 millj. kr., eða um 11% fyrstu sex mánuði ársins 2004 og var í lok júní 2004 að fjárhæð kr. 16.870.927.000.

 

Eignasafn tryggingardeilda sjóðsins saman stendur af verðbréfum með föstum tekjum 46.0%, verðbréfum með breytilegum tekjum 47.0% , veðlánum 4.0% og öðrum eignum 3%.

 

Skipting eignasafnsins eftir gjaldmiðlum er þannig að 76.0%  er í ísl. Kr. og 24.0% er í erlendum gjaldmiðlum.

  

Eignasafn séreignadeildar sjóðsins saman stendur af ríkisskuldabréfum, hlutabréfum og erlendum hlutdeildarskírteinum.

 

Raunávöxtun séreignadeildar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fyrstu sex mánuði ársins var 23,1%

 

Skipting eignanna eftir gjaldmiðlum er þannig að 92.0% er í íslenskum kr. og 8.0% er í erlendum gjaldmiðlum.

 

Þessa góðu afkomu sjóðsins fyrstu sex mánuði ársins má rekja til áframhaldandi góðrar ávöxtunar á innlendum hlutabréfamarkaði auk þess sem ávöxtun eigna sjóðsins í innlendum skuldabréfum og hlutdeildarskírteinum hefur haldist góð áfram.