Lífeyrissjóður verzlunarmanna vísar ásökunum um lögbrot á bug

Fram kom í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 27. september að stjórnarmaður í stéttarfélaginu VR fari fram á að kannað verði hvort stjórnendur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi gerst brotlegir við lög í tengslum við gerð gjaldeyrisvarnarsamninga. Sakar hann stjórnarmenn um að hafa brotið lög í því sambandi. Lífeyrissjóður verzlunarmanna sendi frá sér yfirlýsingu vegna þessa og vísar ásökunum stjórnarmanns VR alfarið á bug.

Í yfirlýsingunni segir m.a. að um alvarlegar ásakanir sé "að ræða sem eru til þess fallnar að skaða að ósekju æru þeirra stjórnarmanna sem í hlut eiga sem og hagsmuni sjóðsins almennt."