Iðgjaldatekjur á árinu 2002 námu 849 milljónum króna sem er 12,7% hækkun frá fyrra ári. 549 launagreiðendur skiluðu iðgjöldum vegna ársins fyrir 3.880 sjóðfélaga. Lífeyrisgreiðslur sjóðsins á árinu námu alls 475 milljónum króna til 1.729 lífeyrisþega sem svarar til 12,7% hækkunar frá fyrra ári.]
Hrein raunávöxtun á eignum sjóðsins var neikvæð um 4,42% á árinu en meðaltal síðustu 5 ára var jákvætt um 0,7% og 4,1% yfir sl 10 ár. Heildareignir Lífeyrissjóðs Suðurnesja jukust um 0,6% frá fyrra ári og námu tæpum 11,7 milljörðum króna í árslok.
Ársfundur Lífeyrissjóðs Suðurnesja verður haldinn í húsnæði Matarlystar, Iðavöllum 1, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 27. maí nk. kl. 20:00.