DANMÖRK - Danski lífeyrissjóðurinn Bankpension, sjóður starfsmanna í fjármálageiranum, hefur tilkynnt um „gjörsamlega óviðunandi“ afkomu sína á síðasta ári, tap upp á 23,1% .
Í ársskýrslu fyrir 2008 má sjá að Bankpension tapaði 38,9 % á hlutabréfaeign sinni, hagnaðist um 6,9% á skuldabréfum en tapaði 37,2 % á öðrum fjárfestingum.
Bankpension-sjóðurinn er tæplega 11 milljarða DKK virði. Nettótap hans var um 19 milljónir DKK þrátt fyrir að sjóðfélögum hefði fjölgað umtalsvert á árinu og að almennar vergar tekjur hefðu aukist úr 614 milljónum í 684 milljónir DKK.
Í nýrri ársskýrslu er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi sjóðsins á árinu 2009 og Bankpension býst ekki við því að fjárfestingar skili neinum arði þegar á heildina er litið.
Byggt á IPE.com.