Ragnhildur Helgadóttir prófessors við Lagadeild HR ritar grein um stjórnskipunina og meðferð á fé lífeyrissjóða sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar kemur skýrt fram að lífeyrissjóðum sé með öllu óheimilt að láta af hendi fé í óarðbærar framkvæmdir eða gefa eftir eignir.
Skylduaðild að lífeyrissjóðum leiðir það af sér að óheimilt er samkvæmt stjórnarskrá að nýta fé í annað en að tryggja sjóðfélögum lífeyrisréttindi. Ragnhildur leggur jafnframt áherslu á að stjórnarmenn lífeyrissjóða einbeiti sér að réttindum sjóðfélaga en ekki öðru. Þar liggi þeirra umboð.
Sjá greinina í heild hér