Forráðamenn lífeyrissjóða í Sviss hafa mælt eindregið með því við stjórnvöld að þau hvetji fólk til meiri barneigna. Með því móti væri hægt að fá fleira fólk inn á vinnumarkaðinn á komandi árum og koma þannig í veg fyrir að eftirlaunakerfin lendi í verulegum erfiðleikum á næstu áratugum.
Svissneskar konur eignast að meðaltali 1.28 barn en þyrftu að eignast að meðaltali 2,1 barn þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir að þjóðinni fækki. Íbúafjöldin í Sviss mundi að óbreyttri fæðingartíðni svissneskra kvenna einfaldlega hverfa á næstu þúsund árum, ef ekki kæmi til hærri fæðingartíðni erlenda kvenna sem búa í Sviss.
Það eru aðeins tvö úrræði segja menn: Öflug fjölskylduvæn stefna eins og í Svíþjóð og sveigjanleg stefna gagnvart innflytjendur, eins og í Kanada og Bandaríkjunum.
Í Svíþjóð fá foreldrar eins árs fæðingarorlof fyrir hvern barn sem fæðist. Í Sviss fá konur aðeins átta vikna fæðingarorlof í landi sem er orðið eitt af ríkustu löndum heims með því að halda sköttunum niðri og samfélagsþjónustuna í lágmarki.