Landssamtökin eru heildarsamtök lífeyrissjóða sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða starfa samkvæmt sérlögum um lífeyrissjóði.
Landssamtökin hafa innan vébanda sinna 26 lífeyrissjóði sem í voru um 200 þúsund greiðandi sjóðfélagar í lok árs 2012. Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að LL.