Fræðslunefnd LL stendur fyrir upplýsingafundi til þess að fara yfir lagabreytingar sem tóku gildi 1. janúar 2023.
Snædís Ögn Flosadóttir formaður fræðslunefndar fer yfir breytingar sem varða heimildir til þess að ráðstafa séreign inn á lán og fyrstu fasteignakaup og Sólveig Hjaltadóttir verkefnastjóri hjá LL fjallar um breytingar á tekjutengingum milli greiðslna frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun ríkisins.
Fundurinn er jafnframt hugsaður sem vettvangur fyrir starfsmenn lífeyrissjóða til að ræða lagabreytingarnar og áhrif þeirra á sjóðfélaga.