Koen De Ryck er látinn 66 ára að aldri. Hann rak Pragma Consulting í Brussel, eina virtustu sjálfstæðu ráðgjafarstofu á sviði lífeyrismála í Evrópu, og átti kunningja og vini í lífeyrissjóðakerfum víðs vegar um Evrópu, þar á meðal á Íslandi.
De Ryck var fulltrúi á Evrópuþingi fyrir samtök evrópska lífeyrissjóðasamtaka (EFRP) frá 1990-1997 og vann ötullega í þágu lífeyrissjóða á vettvangi Evrópusambandsins og fyrir það starf sitt öðlaðist hann viðurnefnið „faðir evrópsks lífeyris."
Koen De Ryck gengdi lykilhlutverki fyrir framkvæmdastjórn ESB þegar hann gaf út tímamótaskýrslu árið 1996 fyrir hönd EFRP, Evrópskir lífeyrissjóðir og áhrif þeirra á evrópska markaði og samkeppni. Skýrslan beindi framkvæmdastjórninni inn á nýjar brautir hvað varðaði sjóðsöfnun í lífeyrissjóðakerfinu og aðgreindi lífeyrissjóðina frá öðrum fjármálastofnunum. Skýrslan er einnig talin vera innblástur annarrar skýrslu um málefni lífeyrissjóða, Commission Green Paper, og tilskipun ESB um lífeyrissjóði sem kom í kjölfarið á henni.
De Ryck vann öturlega í þágu evrópskra lífeyrissjóða, hvort sem var sem ráðgjafií fyrir ríkisstjórnir og samtök eða með framlagi sínu á ráðstefnum, málþingum og í rannsóknum. Þá skrifaði hann hundruð blaða- og tímaritsgreina og kynnti um lífeyrismál á annan hátt.. Pragma Consulting var stofnað árið 1989 og var þá eitt fyrsta ráðgjafafyrirtæki álfunnar til að starfa þvert landa landamæri.
Bakgrunnur De Ryck var í eignastýringu, fyrst hjá Banque Bruxelles Lambert í Belgíu og síðar í New York. Hann var einn stofnanda Landssamtaka belgískra lífeyrissjóða og sat í fyrsta ráði Belga um stjórnarhætti fyrirtækja.
Koen De Ryck var heiðursgestur á stofnfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í desembet 1998. Hann var aðal driffjöðrin í EPC (European Pension Conference) en EPC ráðstefnur hafa verið haldnar víðs vegar í Evrópu og þ.á.m. tvisvar á Íslandi. Í fyrra skiptið árið 1998 og í seinna skiptið s.l. vor.
Koen De Ryck verður jarðsettur í Antverpen 25. september.