Hugtökin „lýðfræði“ og „eftirlaun“ eru álíka kynþokkafull og eiga það sameiginlegt að vera ekki ofarlega í huga fólks en samt hluti af tilverunni. Lýðfræði breytir veröldinni og fyrirbærið má nálgast á ýmsa vegu, til dæmis með tölfræði. Vissir þú að lífslíkur fólks hafa aukist um þrjá mánuði á ári frá 1840? Lífslíkur nýfæddra í Danmörku eru nú 78,5 ár, 79,1 ár í Finnlandi, 81 ár í Svíþjóð, 80,1 ár í Noregi og 80,8 ár á Íslandi.
Vissir þú að:
Þjóðir eldast, færri börn fæðast
Svona fróðleiksmolar gera mögulegt að átta sig á því hvað lýðfræðilegar breytingar þýða í raun og veru. Fólksfjölgun í veröldinni á sér að langmestu leyti stað í nýmarkaðsríkjum en þjóðirnar í hinum svonefndu þróuðu ríkjum fjölga sér hægt og eldast hratt. Afleiðingarnar verða hvað dramatískastar í Japan. Þar búa nú um 127 milljónir manna en Japönum gæti fækkað um helming til 2100 ef svo fer sem horfir! Svipaða sögu má reyndar segja um sum Evrópuríki, einkum Ítalíu, Þýskaland og Austurríki. Ítalir, Þjóðverjar og Austurríkismenn eldast nefnilega hratt.
Síðast en ekki síst lækkar fæðingartíðni í mörgum Evrópuríkjum. Sömu tilhneigingar gætir nú orðið í Kína og áhrifa lækkandi fæðingartíðni fer að gæta fyrir alvöru á Indlandi eftir 2030. Þetta mun leiða til stöðugrar fækkunar fólks á vinnualdri (15-65 ára) um allan heim.
Fjárfestar dragi réttar ályktanir af þróuninni!
Hér kristallast miklar og yfirvofandi lýðfræðilegar breytingar á næstu áratugum og það er ekki einfalt mál að snúa þessari þróun við, þótt menn fegnir vildu. Sumu er reyndar unnt að breyta á heimavelli í orðsins fyllstu merkingu, með því að eignast fleiri börn. Annað mál er breytt viðhorf sem móta samfélögin, til dæmis að vandinn við að ná væntum starfsframa og eignast jafnframt börn. Sífellt fleiri efnahagslegar og félagslegar kröfur eru líka gerðar til verðandi foreldra.
Hvað sem öðru líður liggur beint við að fjárfestar búi sig undir það sem koma skal og dragi réttar ályktanir af þróuninni. Viðskiptalífið verður að laga sig að breyttum lýðfræðilegum veruleika. Sú staðreynd að þjóðir grána í vöngum er blessun fyrir heilbrigðisgeirann, vöxtur í nýmarkaðsríkjum er góð tíðindi fyrir þá geira sem sinna samfélagsinnviðum og neysluvenjur um allan heim breytast.
Fjárfestar ættu því að skyggnast um bekki eftir fyrirtækjum sem geta vaxið, dafnað og hagnast á lýðfræðilegum breytingum um veröld víða. Það gerið sjálft umræðuefnið, lýðfræðina, áhugaverðara en ella, ekki satt?
Byggt á grein í danska ritinu Schroders Expert