Stjórnir Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs sjómanna hafa gert með sér samkomulag um að kanna hvort hagkvæmt geti verið að sameina sjóðina í þeim tilgangi að styrkja tryggingafræðilega stöðu þeirra, efla eignastýringu, auka hagkvæmni í rekstri og þjónustu við sjóðfélaga.
Skipuð hefur verið viðræðunefnd sem stýrir athugun á forsendum mögulegrar sameiningar. Nefndin skal skila skýrslu fyrir miðjan júní 2004 til stjórna sjóðanna, sem taka ákvörðun um hvort haldið skuli áfram og þá hvernig. Verði niðurstaðan jákvæð má gera ráð fyrir að sameiningin geti tekið allt að einu ári. Upplýsingar um framgang málsins verða veittar þegar niðurstaða frumathugunar liggur fyrir í júní næstkomandi.
Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Lífeyrissjóður sjómanna eru þriðji og fjórði stærstu lífeyrissjóðir landsins og námu samanlagðar eignir sjóðanna rúmlega 120 milljörðum króna í árslok 2003. Greiðandi sjóðfélagar eru samtals yfir 20.000 og lífeyrisþegar rúmlega 12.000.
Nokkrar lykiltölur úr ársreikningum sjóðanna 2003 (fjárhæðir í milljónum króna):
Lsj. Framsýn Lsj. sjómanna
Hrein eign 64.122.733 56.246.990
Iðgjöld 3.008.804 1.857.293
Lífeyrir 2.092.860 1.285.560
Raunávöxtun 2003 13,9% 15,3%
5 ára meðaltal raunávöxtunar 4,59% 4,92%