Íbúðarhúsnæði hefur hækkað mjög mikið á Írlandi á undanförum árum, þó svo að nokkuð hafi dregið úr þessum hækkunum síðustu mánuðina. Það er því ekki út í hött að Írar hafa talið það afar hagstætt að fjárfesta í steinsteypu. Slík fjárfesting væri ígildi eftirlaunasparnaðar. Fjárfestingar í íbúðarhúsum erlendis hafa einnig verið afar vinsælar, þar sem krafmikið uppsveifla í írska hagkerfinu hefur skilað sér í vasa margra Íra, sem vilja gjarnan notfæra sér góð fjárfestingartækifæri erlendis. Margir eru þeirra skoðunar að stórauka þurfi aðild vinnandi manna að lífeyrissjóðum til að tryggja fjárhagslegt öryggi í ellinni.
Þó að umræður um ellilífeyrir hafi ekki verið mikið eins í stjórnmálaumræðunni á Írlandi, eins og t.d. á Bretlandi, þá er samt sem áður fjallað opinberlega um framtíðaruppbyggingu eftirlaunamála og hvaða stefnu eigi að taka í þeim málum.
Vinnuafl á Írlandi hefur aukist mikið síðustu 10 árin samfara miklum hagvexti. Þjóðin er þó mun yngri að meðaltali en aðrar þjóði í Evrópusambandinu, sem þýðir aftur á móti að Írar þurfa ekki að hafa eins miklar áhyggjur af eftirlaunamálum sínum miðað við önnur lönd, þar sem vinnuaflið er sífellt að nálgast eftirlaunaaldurinn.
Grunnlífeyrir almannatrygginga er nú um 200 evrur á mánuði (ca. 18.400 ísl.kr), miðað við töku ellilífeyris frá 65 ára aldri. Núverandi stjórnvöld ætla að hækka þennan lífeyri verulega á kjörtímabilinu.
Helmingur vinnufærra manna á Írlandi á einnig réttindi í lífeyrissjóðum eða í frjálsum viðbótarlífeyris-sparnaði, sem mun þá bætast við lífeyri frá almannatryggingingum.
Flestir innan opinbera geirans greiða í lífeyrissjóði, en á almennnu vinnumarkaði leggja aðeins einn þriðji starfandi manna til hliðar vegna efri áranna í lífeyrissjóði eða í viðbótarlífeyrissparnað.
Margir eru þeirra skoðunar að stórauka þurfi aðild vinnandi manna að lífeyrissjóðum til að tryggja fjárhagslegt öryggi í ellinni.