Embætti ríkislögreglustjóra telur hvorki tilefni né grundvöll til að halda áfram rannsókn á málefnum Gildis-lífeyrissjóðs og lýsir yfir í bréfi til sjóðsins, dagsettu 18. nóvember 2010, að rannsókninni hafi verið hætt.
Sjóðfélagi í Gildi, Jóhann Páll Símonarson, óskaði eftir því í lok septembermánaðar 2010 að starfsemi Gildis myndi sæta rannsókn vegna þess að ætluð háttsemi stjórnar og starfsmanna sjóðsins kynni að varða við lög. Ríkislögreglustjóri sendi erindið til Fjármálaeftirlitsins, sem taldi að efni bréfs sjóðfélagans gefi ekki tilefni til að hefja sérstaka rannsókn af hálfu eftirlitsins á Gildi-lífeyrissjóði.
Með vísan til framangreinds telur ríkislögreglustjóri að hvorki sé tilefni né grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram.