Hrein raunávöxtun 9,2% í fyrra hjá Lífeyrissjóði Norðurlands.

Lífeyrissjóður Norðurlands hóf starfsemi í ársbyrjun 1993 með sameiningu sex sjóða á Norðurlandi og hefur árleg hrein raunávöxtun á síðustu 10 árum verið að meðaltali 6,4% og síðustu 5 árin 3,5%. Raunávöxtun á síðasta ári er sú þriðja besta í sögu sjóðsins.

sögn Lífeyrissjóðs Norðurlands hefur eignasafni sjóðsins verið breytt talsvert á síðastliðnum tveimur árum til að draga úr áhættu og hefur það áhrif á raunávöxtunina í árferði þegar áhættusömustu eignaflokkarnir eru að gefa bestu ávöxtunina. Á síðasta ári festi sjóðurinn aðallega fé sitt í innlendum skuldabréfum og erlendum hlutabréfum.

 Samkvæmt tryggingafræðilegri athugun á stöðu lífeyrissjóðsins í árslok 2003 þá eru eignir umfram áfallnar skuldbindingar 51 milljón króna eða 0,15%. Þegar tekið hefur verið tillit til framtíðariðgjalda og þeirra skuldbindinga sem þau skapa eru heildarskuldbiningar umfram eignir 1.564 milljónir króna eða 2,6%. Er það mun betri staða en í árslok 2002, þegar heildarskuldbindingar umfram eignir námu um 12%.

Ársfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri 19. mars n.k. kl.16.00.