Hollenskt lagafrumvarp um hækkun eftirlaunaaldurs sætir gagnrýni

Félagsmálaráðherra Hollands, Piet Hein Donner, leggur til að þjóðþing landsins samþykki lagabreytingu um að eftirlaunaaldur hækki úr 65 í 67 ár. Athygli vekur að helsta ráðgjafarstofnun hollenska stjórnvalda á þessu sviði, Raad van State, gagnrýnir stjórnarfrumvarpið og lenti af því tilefni í opinberu orðaskaki við ráðherrann.
Hollenska ríkisstjórnin hyggst hækka eftirlaunaaldurinn í tveimur áföngum, í 66 ár 2020 og í 67 ár 2025. Félagsmálaráðherrann segir að þjóðin fái þar með einn áratug til að búa sig undir breytinguna.

Ráðgjarnir í Raad van State vilja tengja breytingarnar við lengingu á lífslíkum fólks og telja að þær þurfi því að koma fyrr til framkvæmda en ríkisstjórnin áformar. Þeir telja jafnframt að ríkið eigi að milda áhrifin með fjármunum frá skattgreiðendum, ella megi búast við aukinni spennu í sambúð kynslóðanna á vinnumarkaðinum. Þeir sem séu 55 ára nú, og horfi til þess að komast á eftirlaun eftir 10 ár, sjái nú fram á að vinna einu ári lengur.

Félagsmálaráðherrann kærir sig ekki um að ríkið noti skattpeninga til breytinga í lífeyriskerfinu. Hann segir að aukin skattbyrð af þessu tilefni myndi vinna gegn markmiðum stjórnvalda um að halda fólki lengur á vinnumarkaði í Hollandi.

Byggt á IPE-frétt 3. desember 2009

 

Meginmál]