Heildareignir lífeyrisjóðanna 971 milljarðar króna í lok september s.l.

Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands hafa eignir lífeyrissjóðanna aukist að meðaltali um 16 milljarða króna í hverjum mánuði á þessu ári. Ef svo heldur áfram  sem horfir, verða eignir lífeyrissjóðanna 1.000 milljarðar um næstu áramót. Lækkun á gengi innlendra hlutabréfa í október s.l. getur þó sett strik í reikninginn.

Sjóðfélagalán námu um 93 milljarða króna í lok september , sem er lækkun um 1,5 milljarð króna frá ágústlokum. Lækkunin er þó aðeins um 1,5% frá fyrra mánuði, þrátt fyrir tilkomu nýrra íbúðalána bankanna.  Nýlegar vaxtalækkanir lífeyrissjóðanna á sjóðfélagalánum virðist því hafa komið í veg fyrir að sjóðfélagar hafi almennt óskað eftir uppgreiðslu lána, enda er  slík uppgreiðsla  afar óhagstæð þegar tekið er tilliti til lántökukostnaðar og stimpilgjalda.  

Erlend verðbréfaeign sjóðanna nam alls um 200 milljarða króna í lok september, sem er um 20,7% af heildareignum. Erlendu eignirnar námu 196 milljörðum króna í lok ágúst, en hlutfall af heildareignum var hins vegar það sama eða um 20,7%. Líkur eru á því að erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna aukist á næstu mánuðum.