Raunávöxtun samtryggingardeildar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga 12,79% í fyrra. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris hækkaði um 2.650 milljónir. kr., eða um 17,0% á árinu 2004 og var í lok árs alls 17.850 milljónir króna. Raunávöxtun séreignardeildar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga árið 2004 var 23,05%.
Eignasafn samtryggingardeildar sjóðsins saman stendur af verðbréfum með föstum tekjum 44,0%, verðbréfum með breytilegum tekjum 48,0%, veðlánum 3,0% og öðrum eignum 5,0%.
Skipting eignasafnsins eftir gjaldmiðlum er þannig að 83,1% er í ísl. kr. og 16,9% er í erlendum gjaldmiðlum.
Raunávöxtun séreignardeildar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga árið 2004 var 23,05%. Eignasafn séreignardeildar sjóðsins saman stendur af ríkisskuldabréfum, hlutabréfum og erlendum hlutdeildarskírteinum. Skipting eignanna eftir gjaldmiðlum er þannig að 93,2% er í íslenskum krónum og 6,8 % er í erlendum gjaldmiðlum.
Þessa góðu ávöxtun sjóðsins á árinu 2004 má rekja til hagstæðra skilyrða á verðbréfamörkuðum sérstaklega á innlendum hlutabréfamarkaði, en styrking íslensku krónunnar dró úr ávöxtun seinni hluta ársins.
Talnakönnun hf hefur unnið tryggingafræðilega úttekt á stöðu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga í árslok 2004. Áfallin staða sjóðsins er jákvæð 1.968 millj. kr. eða um 12,4% og heildarstaða er neikvæð kr. 586 millj. kr. eða um 2.2%, sem er betri staða en í árslok 2003 þegar heildarstaða sjóðsins var neikvæð um 3,6%.