Góð ávöxtun hjá Samvinnulífeyrssjóðnum.

Hrein raunávöxtun Samvinnulífeyrissjóðsins var jákvæð í fyrra um 1,4%. Ávöxtunin var jákvæð um 4,6% yfir fimm ára meðaltal og 6,2% ef horft er til síðustu tíu ára. Þessi árangur Samvinnulífeyrissjóðisns verður að teljast mjög góður.

Hrein eign Samvinnulífeyrissjóðsins í árslok í fyrra nam 17.652 m.kr. og hækkaði um 564 m. kr. Til eldri sameignadeildar, stigadeildar, greiddu samtals 1.465 sjóðfélagar og námu iðgjöld  samtals 357 m.kr., sem er rúmlega 4% samdráttur frá fyrra ári en deildin tekur ekki lengur við iðgjöldum frá nýjum sjóðfélögum.  Til aldursháðrar sameignardeildar greiddu samtals 3.389 sjóðfélagar og námu iðgjöld samtals 289 m.kr., sem er tæplega 12% hækkun. Til séreignardeildar greiddu 4.023 einstaklingar satals 126 m.kr. Lífeyrisgreiðslna nutu að meðaltali 2.286 einstaklingar.

 Tryggingafræðileg úttekt á stöðu sjóðsins hefur farið fram miðað við árslok 2002. Helstu niðurstöður eru þær að staða sjóðsins gagnvart áföllnum skuldbindingum er neikvæð um 5,4% en að viðbættri framtíðarskuldbindingu er hún neikvæð um 6,0%. Að því er varðar einstakar deildir sameignardeildarinnar er staða stigadeildar gagnvart heildarskuldbindingum neikvæð um 9,0% en aldursháðu deildarinnar jákvæð um 4,2%.

 Helstu breytingar í fjárfestingu sjóðsins voru þær að aukning varð í markaðskuldabréfum og veðlánum en samdráttur í hlutabréfum, mest í erlendum bréfum.

Framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins er Margeir Daníelsson.