Nafnávöxtun LSR var 22,8% á ársgrundvelli fyrir tímabilið 1.jan-30.júní sem svarar til 10,8% hreinnar raunávöxtunar.
Heildareignir LSR voru 257,7 milljarðar.
Verðbréfaeign sjóðsins var 53,2% í innlendum skuldabréfum, innlend hlutabréf voru 13,6%, erlend hlutabréf töldu 31,2% og erlend skuldabréf námu 2,0%.
B-deild LSR
Nafnávöxtun B-deildar LSR var 22,6% á fyrri helmingi ársins 2006 sem svarar til 10,6% hreinnar raunávöxtunar. Heildareignir deilarinnar námu 172,7 milljörðum króna í lok júní en var 152,8 milljarðar í lok árs 2005 og uxu um 13,0%. Verðbréfaeign deildarinnar í lok júní var 54,5% í innlendum skuldabréfum, 14,2% í innlendum hlutabréfum, 29,4% í erlendum hlutabréfum og 1,8% í erlendum skuldabréfum.
A-deild LSR
Nafnávöxtun A-deildar LSR var 23,4% á fyrri helming ársins 2006 sem svarar til 11,3% hreinnar raunávöxtunar.
Heildareignir deildarinnar námu 80,0 milljörðum króna í lok júní en var 65,9 milljarðar í lok árs 2005. Verðbréfaeign deildarinnar í lok júní var 50,7% í innlendum skuldabréfum, 12,3% í innlendum hlutabréfum, 34,7% í erlendum hlutabréfum og 2,3% í erlendum skuldabréfum.
Séreign LSR
Nafnávöxtun Leiðar I var 19,3% sem svarar til 7,7% hreinnar ávöxtunar. Nafnávöxtun Leiðar II var 13,1% sem svarar til 2,1% hreinnar raunávöxtunar. Hrein raunávöxtun Leiðar III, sem er bundinn innlánsreikningur, var 4,52%. Athuga ber að skuldabréf Séreignar eru gerð upp á markaðsvirði og því breytist ávöxtun eftir kröfu á markaði. Ef ávöxtunarkrafan hækkar eins og raunin varð á tímabilinu lækkar virði safnsins sem hefur svo áhrif til lækkunar á ávöxtun þess.
Heildareignir Séreignar LSR námu 5,0 milljörðum króna og jókst um 16,7% frá árslokum 2005. Verðbréfaeign Leiðar I skiptist þannig að 53,8% var í innlendum skuldabréfum, 12,0% í innlendum hlutabréfum, 32,0% í erlendum hlutabréfum og 2,2% í erlendum skuldabréfum.
Í Leið II var 74,6% í innlendum skuldabréfum, 4,8% í innlendum hlutabréfum, 17,2% í erlendum hlutabréfum og 3,4% í erlendum hlutabréfum.
Eign Leiðar III er bundin verðtryggðum innlánsreikningi.
Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga
Nafnávöxtun LH var 22,7% á ársgrundvelli frá 1.jan-30.júní 2006 sem svarar til 10,7% hreinnar raunávöxtunar. Heildareignir LH voru 20,7 milljarðar króna og uxu um 16,4% frá árslokum 2005.
Verðbréfaeign sjóðsins var 51,7% í innlendum skuldabréfum, 13,2% í innlendum hlutabréfum, 32,8% í erlendum hlutabréfum og 2,4% í erlendum skuldabréfum.
Fjárfestingatekjur námu 2,0 milljörðum króna og lífeyrisgreiðslur voru 457 milljónir króna.