Afkoma fyrstu sex mánuði ársins 2004 var mjög góð og mældist hrein raunávöxtun 13,2%. Vöxtur sjóðsins var mikill en eignir uxu um 11% frá áramótum. Samtals er eign til greiðslu lífeyris í lok júní 31,3 milljarðar króna. Samtals hafa því eignir vaxið um rúma 3 milljarða króna frá áramótum og 6 milljarða frá júní 2003. Aukning iðgjalda nam um 12,5% og námu 640 milljónir og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga námu 150 milljónum króna en það er 18% aukning frá fyrra ári.
Kostnaður nam 0,08% af eignum og lækkar milli ára. Það sem af er ári hafa skilyrði verið mjög hagstæð. Einkum hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið góð en 13% eigna sjóðsins eru ávaxtaðar í innlendum hlutabréfum.
Rekstur séreignardeildar sjóðsins gekk einnig vel fyrstu sex mánuði ársins. Boðið er upp á tvær ávöxtunarleiðir eða Söfnunarleið I og Söfnunarleið II. Söfnunarleið I er innlánsreikningur og tekur hæstu verðtryggðu vöxtum hvers tíma. Nú eru þeir 6,15%. Söfnunarleið II er samval innlendra og erlendra verðbréfa og skilaði 15% ávöxtun eða 11,3% raunávöxtun