Gjaldmiðlavarnarsamningar lífeyrissjóðanna hafa dregið úr sveiflum á gjaldeyrismarkaði.

Það er villandi að tala um að lífeyrissjóðir hafi tekið stöðu með krónunni og „veðjað“ á að hún myndi styrkjast þar sem ekki er hægt að aðskilja erlendu eignirnar og gjaldmiðlaskipta- samningana. Það er ennfremur beinlínis rangt að halda því fram að íslenskir lífeyrissjóðir hafi stundað spákaupmennsku með gjaldmiðilinn, þvert á móti hafa þeir stuðlað að sveiflujöfnun á innlendum gjaldeyrismarkaði, öfugt við spákaupmennsku sem stuðlar að ýktum sveiflum á gjaldeyrismarkaði.
Þetta kemur fram í grein Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

Undanfarið hefur nokkur umræða skapast um gjaldmiðlasamningana, m.a. í tengslum við viðræður lífeyrissjóðanna við skilanefndir bankananna varðandi um uppgjör þeirra. Þótt gjaldmiðlasamningar séu aðeins einn hluti af því heildaruppgjöri sem nú fer fram eftir fall bankanna skiptir uppgjör þeirra máli fyrir afkomu og stöðu lífeyrissjóðanna. Sumt af því sem fram hefur komið í umræðunni um þessi mál virðist byggt á nokkrum misskilningi.
Í grein Hrafns Magnússonar er bent á nokkrar staðreyndir um hvernig þessir samningar eru til komnir og hvert hefur verið markmið lífeyrissjóðanna með gerð þeirra.


Hér má nálgast greinina í heild sinni.