Gildi-lífeyrissjóður kosinn besti lífeyrissjóður á Íslandi af tímaritinu Investment & Pensions Europe.

Gildi-lífeyrissjóður var kosinn besti lífeyrissjóður á Íslandi árið 2005 af tímaritinu Investment & Pensions Europe (IPE). Verðlaunin voru afhent 1. desember á árlegri verðlaunahátið IPE sem haldin var í Berlín. Verðlaun þessi hafa verið afhent undanfarin 5 ár í Evrópu, en Ísland var með í fyrsta skipti á þessu ári. Blaðið hefur verðlaunað lífeyrissjóði sem hafa þótt skarað framúr í sínu heimalandi eða í Evrópu. Gildi-lífeyrissjóður varð til 1. júní 2005 við sameiningu Lífeyrissjóðs sjómanna og Lífeyrissjóðsins Framsýnar.

     Gildi hlýtur verðlaunin m.a. fyrir eignastýringu (portfolio construction and strategic decision making) og fram kemur í umfjöllun IPE að Gildi hafi sýnt framúrskarandi ávöxtun (outstanding performance) á þessu ári og undanfarin ár (forverar Gildis, Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóðurinn Framsýn).  

     Uppbygging verðbréfasafna hjá Gildi-lífeyrissjóði byggist á vali á fjárfestingarstefnu til lengri tíma þar sem m.a. er höfð til hliðsjónar aldurssamsetning sjóðfélaga, tryggingafræðileg staða og framtíðarsjóðstreymi.  Einnig er tekið tillit til þróunar skuldbindinga sjóðsins og jafnvægis milli eigna og skuldbindinga hans.  Sem hluti af stefnumótandi ákvörðun hefur Gildi notað gjaldeyrisvarnir í þeim tilgangi að verja erlenda eignastöðu sjóðsins fyrir gengistapi.  Gildi var meðal fyrstu lífeyrissjóða til þess að nota gjaldeyrisvarnir (currency overlay) í uppbyggingu verðbréfasafna.  Það hefur haft í för með sér betri ávöxtun og minni sveiflur. 

     Þá er Gildi ennfremur frumkvöðull í því að innleiða nýtt aldurstengt réttindakerfi sem margir aðrir sjóðir hafa tekið upp eða eru að taka upp á næstunni.  Nýja kerfið byggir á því að taka upp aldurstengda ávinnslu réttinda í stað jafnrar og að tengja saman þessi tvö mismunandi kerfi til þess að gæta hagsmuna þeirra sjóðfélaga sem greitt hafa í jafnávinnslukerfi framan af starfsævi.  

 


 

Fréttatilkynning frá Gildi. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Gildis, Árni Guðmundsson, í síma 896 2570.