Sl. föstudag var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í máli Margrétar Marelsdóttur gegn Gildi-lífeyrissjóði. Í málinu krafðist stefnandi, sem er örorkulífeyrisþegi hjá sjóðnum, þess að viðurkennt væri að við útreikning sjóðsins á örorkulífeyrisgreiðslum skuli ekki tekið tillit til lífeyris- og bótagreiðslna frá almannatryggingum.
Í dómnum kemur meðal annars fram að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hafi verið vanhæfur að staðfesta breytingar á samþykktum lífeyrissjóðsins vegna setu í stjórn Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda og þar með allir hans undirmenn í ráðuneytinu. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Öryrkjabandalag Íslands stefndi Gildi-lífeyrissjóði fyrir hönd Margrétar, eins þeirra lífeyrisþega sem fengu bréf um lækkun eða niðurfellingu örorkulífeyrisgreiðsla í ágúst á síðasta ári.
Í dómnum kemur meðal annars fram að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins hafi verið vanhæfur að staðfesta breytingar á samþykktum lífeyrissjóðsins vegna setu í stjórn Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda og þar með allir hans undirmenn í ráðuneytinu.
Niðurstaða dómsins var því eingöngu tæknilegs eðlis, en ekki efnisleg. Fram kemur í dómnum að stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hafi staðið rétt að breytingum á samþykktum sínum varðandi mat á tekjutapi örorkulífeyrisþega.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs hefur ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Lögmaður Gildis-lífeyrissjóðs í þessu máli er Gestur Jónsson, hrl.
Sjá hér dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni.