Garðar Jón Bjarnason framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands.

Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands hefur ráðið Garðar Jón Bjarnason sem nýjan framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Austurlands og mun hann hefja störf þann 1. ágúst næstkomandi.  Garðar Jón útskrifaðist úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 1989, varð löggiltur endurskoðandi árið 1993 og löggiltur verðbréfamiðlari árið 2001.  Garðar Jón hefur meðal annars starfað í lífeyrissjóðsdeild Kaupþings og hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.  Nýr framkvæmdastjóri mun starfa á skrifstofu sjóðsins í Neskaupstað og verða búsettur í Fjarðabyggð.