Að frumkvæði Landssamtaka lífeyrissjóða er nú haldinn fundur á vegum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga miðvikudaginn 26. október klukkan 8.30-10:00 í sal Arion banka, Borgartúni 19. Fundarefni: Áhrif breytinga á tryggingafræðilegum forsendum á líftryggingar og lífeyrissjóði.
Frummælendur:
Bart Kling, tryggingastærðfræðingur hjá Kling, Risk and Finance í Hollandi: Hollenska lífeyriskerfið.
Helgi Bjarnason, tryggingastærðfræðingur hjá Arion Banka: Áhrif þess að líftöflur verði miðaðar við spár um framtíðarlífslíkur, en ekki fortíðina.
Helgi Þórsson, tryggingastærðfræðingur hjá TM: Áhrif niðurstöðu Evrópudómstólsins um að sömu iðgjöld skuli taka í tryggingum óháð kynferði.
Fundarstjóri: Steinunn Guðjónsdóttir, formaður Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.