Fulltrúaráðsfundur Landssamtaka lífeyrissjóða verður haldinn fimmtudaginn 4.desember n.k. kl. 14.30 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi. Dagskrá mál fundarins verða: "Þróun efnahagsmála á næsta ári, svo og þróun á verðbréfamörkuðunum" og "Örorkulífeyrisbyrði lífeyrissjóðanna. Hvað er til ráða?"
Tvo forvitnileg mál verða tekin fyrir á fundinum:
1. "Þróun efnahagsmála á næsta ári, svo og þróun á verðbréfamörkuðunum." Frummælendur: Birgir Ísleifur Gunnarsson, Seðlabankastjóri og Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Verðbréfa h.f.
2. "Örorkulífeyrisbyrði lífeyrissjóðanna. Hvað er til ráða?" Frummælandi: Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri LL.
Fundarstjóri verður Friðbert Traustason, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða.
Hver lífeyrissjóður tilnefnir 2 fulltrúa í fulltrúaráð Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þeirra eiga sæti í fulltrúaráðinu stjórn og varastjórn samtakanna. Formaður stjórnar skal jafnframt vera formaður fulltrúaráðsins. Fulltrúaráð skal boðað til fundar á milli aðalfunda eða þegar fimm fulltrúaráðsmenn eða fleiri bera um það ósk til formanns. Verkefni fulltrúaráðsins skal vera að ræða sameiginleg markmið lífeyrissjóðanna og stuðla að samheldni þeirra á milli auk þess að fjalla um þau mál sem hæst ber í starfsemi lífeyrissjóðanna á hverjum tíma.