Fréttatilkynning Landssamtaka lífeyrissjóða vegna umræðu um kynjakvóta

Í tilefni af fréttaflutningi um lagaákvæði um kynjakvóta á stjórnir lífeyrissjóða vilja Landssamtök lífeyrissjóða koma eftirfarandi á framfæri. Ákvæðið sætti upphaflega nokkurri gagnrýni þar sem það þótti ekki taka tillit til þess hvernig tilnefnt er í stjórnir hinna ólíku sjóða og kynjasamsetningar sjóðfélaga. Fyrir liggur að lífeyrissjóðirnir uppfylla nú flestir kröfur laganna sem haft hefur þau jákvæðu áhrif að jafna kynjahlutföll stjórnarmanna. Því stendur ekki til að Landssamtök lífeyrissjóða beiti sér fyrir breytingum á ákvæðinu.