Framsýn: Vextir lækkaðir og lánsupphæð og veðhlutföll hækkuð.

Stjórn Framsýnar hefur samþykkt breytingar á lánareglum sjóðsins sem munu taka gildi 1. október 2004.

Helstu breytingar á lánareglum felast í því að:

  1. Vextir allra nýrra sem eldri sjóðfélagalána verði lækkaðir í 4,3% frá 1. október 2004
  2. Ekkert hámark verður á lánum og miðað er eingöngu við veðhæfi eigna.
  3. Reglur um að lánsupphæð fari eftir réttindum í sjóðnum falla niður og eina skilyrðið er að viðkomandi lántaki sé sjóðfélagi í sjóðnum og hafi greitt iðgjöld í 6 mánuði af undanfarandi 12 mánuðum.
  4. Fellt er niður ákvæði um að þrjú ár þurfi að líða á milli lána.
  5. Lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til lántöku ef Lífeyrissjóðurinn Framsýn var síðasti sjóður sem þeir greiddu til fyrir lífeyristöku.
  6. Veðhlutföll verða 65% af fasteignamati eða mati löggilts fasteignasala en þó ekki hærri en 85% af brunabótamati viðkomandi eignar.