Frakkland: Ríkisfjármálin í ólestri vegna ríkulegs lífeyrisloforða í almannatryggingakerfinu.

Þegar kosningabaráttan var í algleymingi vegna forsetakosningarnar í Frakklandi heimsótti Nicolas Sarkozy borgina Metz í austurhluta landsins og hélt kosningarfundi meðal verkafólks í verksmiðjum og námum.  Aðalinntak í ræðu Sarkozy  var það sama og í öllum ræðum hans í kosningabaráttunni, - að Frakkar þyrftu að vinna lengur til að bera meira úr bítum: 

“Ef þú heldur að það að ná 53 ára aldri sé nægjanlegt til að hætta að vinna”,  hrópaði Sarkozy úr ræðustólnum, (sem hafði þá um það leyti náð 53 ára aldri) “þá er það allt í lagi. En þú skalt ekki gera þér neinar gyllivonir að ríkið greiði þér þá lífeyri.”

Sarkozy er staðráðinn í því að gera róttækar úrbætur á hinu örláta velferðarkerfi landsins og skera niður ellilífeyri  almannatrygginga, sem er að lama fjárhag landsins.

 

Ríkisfjármálin eru í ólestri. Skuldirnar eru 67% landframleiðslu eða fimm sinnum hærri en á árinu 1980. Ef  lífeyrisloforð vegna almannatrygginga eru tekin með,  þá nema skuldirnar 120% af landsframleiðslu.

 

Einn af hverju fjórum vinna hjá hinu opinbera og það er einfaldlega ekki til mannskapur á vinnualdri til að fjármagna lífeyri þeirra sem eru að fara á eftirlaun.

 

Frakkland er með einna lægstu atvinnuþátttöku í heiminum. Aðeins um 43% af eldra fólki er í launaðri vinnu og ótrúlega fáir launþegar á aldrinum 55 ára til 65 ára eru enn á vinnumarkaði.

 

Þrátt fyrir að Frakkland, sé með einna hæstu fæðingartíðni í Evrópu þá á þjóðin, líkt og önnur lönd í Evrópusambandinu, við mikil vandamál að stríða vegna öldrunar.

 

Úrbætur sem Frakkar gerðu í lífeyrismálum sínum árið 2003 var góður vegvísir í þá átt að að lengja vinnualdurinn og að fjármagna eftirlaunaárin með langtímasparnaði. Hinn almenni eftrlaunaaldur er nú 65 ár hjá vissum stéttum og launþegar hjá hinu opinbera þurfa nú að vinna í 40 ár í stað 37,5 ár til að öðlast full lífeyrisréttindi.

 

Sarkozy fyrirhugar nú í september að bjóða upp á “sérstök eftirlaun” sem vissir hópar innan opinbera geirans njóta nú þegar. Slíkt kerfi mun leyfa flutningaverkamönnum og öðrum stéttum að öðlast full eftirlaunaréttindi, jafnvel þó þeir hætti fyrr á vinnumarkaði.     

 

Verkalýðshreyfingin er ekki líkleg til að samþykkja breytingar á almannatryggingakerfinu án mótmæla. Fyrri tilraunir að skerða bætur opinberra starfsmanna hafa endað í allsherjarverkföllum, sem fært hafur landið í ákveðna kyrrstöðu og steypt mörgum ríkisstjórnum af stóli.   

 


Þýtt úr BBC-News.