Landsamtök lífeyrissjóða og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins efndu til kynningarfundar föstudaginn 11. apríl á Hilton Nordica.
Á fundinn komu fulltrúar frá Nordic Investment Solutions, Erik Johansson og Carl-Peter Mattsson. Þeir fjölluðu um hvernig og hvers vegna lífeyrissjóðir fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum og sögðu frá reynslu á því sviði á Norðurlöndum.