Finnar fara of snemma á lífeyri.

Finnska þjóðin fer of snemma á lífeyri, þrátt fyrir að gripið hafi verið til ýmissa aðgerða þar í landi til að færa eftirlaunaldurinn upp um tvö til þrjú ár.  Að meðaltali fara Finnar á starfstengdan ellilífeyri við 59 ára aldursmarkið. Engar sjáanlegar breytingar hafa orðið á umliðnum árum hvað snertir upphaf töku lífeyris, þrátt fyrir ýmsar tilraunir til að hækka eftirlaunaldurinn.

Nýlegar kannanair hafa sýnt fram á að fólk á almenna vinnumarkaðinum í Finnlandi fer á eftirlaun að meðaltali á aldrinum 59,4 ár á meðan opinberir starfsmenn fara á eftirlaun á aldrinum 59,2 ár. Um er að ræða smávægileg hækkun frá eldri könnunum sem bentu til þess að hið almenna aldursmark til töku eftirlauna í opinbera geiranum hafi áður verið um 59 ár.

 

Sú viðleitni Finna að hækka hinn almenna eftirlaunaldur má rekja til þess að á árinu 1986 benti ýmislegt til þess að eftirlaunaldurinn í einkageiranum færi alveg niður í 56,6 ár að meðaltali.


 

Úr Global Pensions “.Finns still retiring too soon”.