Umsvif á fasteignamarkaði í Evrópu jukust enn frekar á öðrum fjórðungi ársins, á sama tíma og óvissu gætir í röðum fjárfesta vegna mikillar skuldabyrði ríkissjóða í álfunni. Upplýsingar hafa birst frá bæði Cushman & Wakefield and DTZ um aukna veltu í fasteignaviðskipum, á bilinu 11-19% miðað við fyrsta ársfjórðung.
Efnahagsþróunin er mismunandi eftir Evrópuríkjum og það birtist greinilega í fasteignaviðskiptum. Þau jukust mest í Bretlandi og Frakklandi á öðrum ársfjórðungi 2010 en drógust hins vegar saman í Þýskalandi. Af þessum ástæðum sér hið alþjóðlega fasteignafyrirtæki Cushman & Wakefield ástæðu til að taka fram að eigin upplýsingar þess um vöxt á fasteignamarkaði í Evrópu „líti vel út á pappírnum“ en endurspegli ekki vaxandi óvissu og áhættufælni meðal fjárfesta.
Í skýrslu Cushman & Wakefield er tekið fram að eftirspurn á fasteignamarkaði hafi líka tekið við sér í Noregi og Svíþjóð og reyndar enn frekar í Mið- og Austur-Evrópu, einkum í Póllandi, Rússlandi og Tyrklandi.
Stuðst við ipe.com