Er afnám verðtryggingar varhugaverð fyrir lántakendur og lífeyrissjóði?

Í skýrslu sem Tryggvi Þór Herbertsson vann fyrir Landssamök lífeyrissjóða á árinu 2004, var komist að þeirri niðurstöðu að afnám verðtryggingar mundi skerða eftirlaun lífeyrissjóðanna í framtíðinni.

Ef um mikinn óstöðugleika er að ræða í efnahagslífinu og tíð óvænt verðbólguskot sé líklegra að skuldunautar hagnist á því að verðtrygging sé afnumin en að þeir tapi aftur á móti ef stöðugleiki og jöfn verðbólga ríkja.

Þá sé ekki ljóst hvað kæmi í stað verðtryggingar sem grunnur að vöxtum á langtímalánum ef vísitölutenging yrði afnumin.

 

Afnám verðtryggingar getur verið mun dýrari fyrir látakendur en verðtrygging þegar til lengri tíma er litið. Lánveitandinn mun ávallt bæta við vextina sérstöku óvissuálagi vegna verðbólgunnar og reynslan erlendis hefur sýnt að þetta álag getur verið býsna hátt. Afnám verðtryggingar gæti einnig aukið óvissu lífeyrisþega hvað varðar kaupmátt lífeyris.

 

Skuldbindingar sjóðanna eru þannig verðtryggðar og ef tryggingin yrði afnumin er ljóst að hætta gæti skapast á misgengi milli eigna og skuldbindinga, því ljóst sé að afnám verðtryggingar myndi hafa mikil áhrif á eignir íslensku lífeyrissjóðanna og þar með á eftirlaun sjóðfélaga.

 

Í umræddri skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar er komist að þeirri niðurstöðu að afnám verðtryggingar mundi skerða eftirlaun lífeyrissjóðanna í framtíðinni. Ef um mikinn óstöðugleika er að ræða í efnahagslífinu og tíð óvænt verðbólguskot sé líklegra að skuldunautar hagnist á því að verðtrygging sé afnumin en að þeir tapi aftur á móti ef stöðugleiki og jöfn verðbólga ríkja. Þá sé ekki ljóst hvað kæmi í stað verðtryggingar sem grunnur að vöxtum á langtímalánum ef vísitölutenging yrði afnumin.

 

Í inngangi greinargerðarinnar segir Tryggvi að verðbólga hafi verið eitt mesta efnahagslega bölið sem gekk yfir hinn vestræna heim á áttunda og níunda áratugnum. Sparifé almennings brann upp og það þótti ekki bera vott um klókindi í fjármálum að spara aurinn enda varð það viðtekin venja á Íslandi að fjárfesta í steinsteypu í stað þess að leggja fjármuni í peningalegar eignir. Sem dæmi um þetta þá báru almennar sparisjóðsbækur landsmanna að meðaltali 14,5% neikvæða raunávöxtun á áttunda áratugnum og -9% á þeim níunda.  

 

Í þessari umræðu allri virðist við fyrstu sýn vera nokkuð ljóst hverjir myndu hagnast á afnámi verðtryggingar – skuldunautar – en ekki hverjir myndu tapa. Að jafnaði virðist þó hægt að segja að þegar verðbólga er óviss og óstöðugleiki í efnahagslífinu á þá má færa fyrir því haldgóð rök að skuldunautar hagnist á óverðtryggðum lánum, en tapi ef stöðugleiki og jöfn og fyrirséð verðbólga ríkir. Það er þó ljóst að afnám verðtryggingar myndi hafa mikil áhrif á eignir íslensku lífeyrissjóðanna og þar með á eftirlaun Íslendinga í framtíðinni því sjóðirnir er lang stærstu eigendur langtímaskuldbindinga á íslenskum fjármálamarkaði.

 


Sjá skýrslu Tryggva: "'Áhrif afnáms verðtryggingar á íslensku lífeyrissjóðina."