Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða hefur ákveðið að boða til aukaaðalfundar,
þriðjudaginn 23. nóvember 2021, kl. 12:00.
Fundurinn verður haldinn í Guðrúnartúni 1, 2. hæð, fundarherbergi 1.
Fundarboð hafa verið send á aðildarsjóðina en samkvæmt gildandi samþykktum LL eiga rétt til setu á
aðalfundi með málfrelsi og tillögurétt stjórn, framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn aðildarsjóða auk starfsmanna LL.
Á dagskrá fundarins verður kjör eins stjórnarmanns.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða
Hilmar Harðarson, formaður
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri