Undanfarið hafa verið miklar sviptingar á húsnæðislánamarkaði. Bankarnir hafa keppst við að bjóða lægri vexti en þekkst hafa á þessum markaði áður. Þessi nýju lán eru bæði veitt til kaupa á nýju húsnæði og til endurfjármögnunar eldri lána. Hagdeild ASÍ hefur tekið saman minnisblað sem var kynnt í miðstjórn í gær, þar sem fjallað er um þessa lánakosti og muninn á þeim.
Það er margt sem ber að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar um skuldbindingar af því tagi sem hér um ræðir og því mikilvægt að kynna sér rækilega kosti og galla hjá hverjum banka fyrir sig, því þó lánakjörin virðist við fyrstu sýn sambærileg, eru ýmsar útfærslur með mismunandi hætt. Það sem gæti hentar í einu tilviki gæti verið óhagstætt í öðrum tilviku. Það er því ekkert eitt svar við því hvaða kostur er hagstæðastur miðað við mismunandi forsendur. Hagdeild ASÍ hefur tekið saman minnisblað sem var kynnt í miðstjórn í gær, þar sem fjallað er um þessa lánakosti og muninn á þeim.