Eignir lífeyrissjóðanna hafa lækkað um 33 milljarða króna frá áramótum eða um 2%.

Seðlabanki Íslands hefur gefið út tölur um eignir lífeyrissjóðanna í lok febrúar á þessu ári.

Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.614 milljarða króna í lok febrúar sl. og hafði lækkað um 8,2 ma.kr. í mánuðinum. Lækkunin frá áramótum nemur hins vegar rúmlega 33 milljörðum króna eða um 2%. Tólf mánaða aukning á eignum  var 6,5% samanborið við 17% tólf mánaða tímabilið þar á undan. Aukning bankainnstæðna var 2,5 ma.kr. og verðbréfaeign lækkaði um 10,1 ma.kr.  Í febrúar lækkaði innlend verðbréfaeign sjóðanna um 18.7 ma.kr í en erlend verðbréfaeign hækkaði um 8,6 ma.kr. Helsta ástæða fyrir lækkun eignanna má rekja til verulegrar lækkunar á innlendum hlutabréfum lífeyrissjóðanna, en lækkunin frá áramótum nam tæplega 42 milljörðum króna eða 17,5%. Lækkun á erlendri verðbréfaeign nam hins vegar aðeins 1,3% frá áramótum.

 

 Eignaflokkar                                  

     Árslok  2007           

  Febrúarlok 2008    

  Breyting í kr.         

Útlán og verðbréfaeign

 1.610.158 m.kr.

1.573.437 m.kr.

- 36.721 m.kr.

Verðbréf með föstum tekjum

   784.423 m.kr

 793.475 m.kr

    9.052 m.kr.

Sjóðfélagalán

    131.420 m.kr.

  132.434 m.kr.

    1.014 m.kr.

Verðbréf með breytilegum tekjum

   825.734 m.kr.

  779.962 m.kr.

- 45.772 m.kr.

Innlend hlutabréf

   239.117 m.kr.

  197.222 m.kr.

- 41.895 m.kr.

Erlend verðbréfaeign

   456.723 m.kr.

  450.882 m.kr.

-   5.841 m.kr.

Hrein eign til greiðslu lífeyris

1.647.134 m.kr.

1.613.995 m.kr.

-  33.139 m.kr.

Sjá hér efnahagsyfirlit lífeyrissjóða í febrúarlok 2008